Bein útsending: Meistaramót í báðum Vodafone deildunum um helgina Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 17:00 Það verður mikið um að vera í báðum Vodafone deildunum um helgina. Keppt verður í Stórmeistaramóti deildarinnar í Counter-Strike: Global Offensive og í meistaramóti League of Legends. Keppt um sæti í úrslitunum í CSGO Í stórmeistaramótinu í CSGO munu átta lið etja kappi í útsláttarkeppni. Í átta liða úrslitum munu Dusty mæta Bad Company. Fylkir mæta XY.Esport. KR mæta Tindastól og FH mæta Þór. Sjá einnig: Ljóst er hvaða lið mætast á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar Stórmeistaramótið hefst með tveimur viðureignum í kvöld. Sú fyrri er klukkan sex og þar mætast KR og Tindastóll.Sú næsta er klukkan níu og þá mætast Fylkir og XY.Esport. Það lið sem er fyrst til að ná tveimur sigrum fer áfram. Átta liða úrslitin halda áfram á laugardaginn með viðureignum FH og Þórs Akureyri auk viðureignar Dusty Academy og Bad Company. Á sunnudaginn verða svo undanúrslit. Úrslitaviðureignin verður svo háð þann 7. júní. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan og á Stöð 2 eSport. Úrslitin ráðast í LoL Keppt verður til úrslita í League of Legends um helgina. Átta liða úrslitin hófust í gær og í kvöld eru tvær viðureignir til viðbótar við þær tvær sem fóru fram í gær. Þá tryggðu Dusty Academy og Fylkir Esports sér sæti í undanúrslitunum á morgun. Fyrri viðureignin hefst klukkan sex. Þá mætast Turboapes United og Kr LoL. Seinni viðureignin er klukkan níu þegar Tindastóll og NotWorry mætast. Undanúrslitin verða svo á morgun og úrslitin á sunnudagskvöldið. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan og á Twitch. Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv Rafíþróttir Vodafone-deildin Leikjavísir Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn
Það verður mikið um að vera í báðum Vodafone deildunum um helgina. Keppt verður í Stórmeistaramóti deildarinnar í Counter-Strike: Global Offensive og í meistaramóti League of Legends. Keppt um sæti í úrslitunum í CSGO Í stórmeistaramótinu í CSGO munu átta lið etja kappi í útsláttarkeppni. Í átta liða úrslitum munu Dusty mæta Bad Company. Fylkir mæta XY.Esport. KR mæta Tindastól og FH mæta Þór. Sjá einnig: Ljóst er hvaða lið mætast á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar Stórmeistaramótið hefst með tveimur viðureignum í kvöld. Sú fyrri er klukkan sex og þar mætast KR og Tindastóll.Sú næsta er klukkan níu og þá mætast Fylkir og XY.Esport. Það lið sem er fyrst til að ná tveimur sigrum fer áfram. Átta liða úrslitin halda áfram á laugardaginn með viðureignum FH og Þórs Akureyri auk viðureignar Dusty Academy og Bad Company. Á sunnudaginn verða svo undanúrslit. Úrslitaviðureignin verður svo háð þann 7. júní. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan og á Stöð 2 eSport. Úrslitin ráðast í LoL Keppt verður til úrslita í League of Legends um helgina. Átta liða úrslitin hófust í gær og í kvöld eru tvær viðureignir til viðbótar við þær tvær sem fóru fram í gær. Þá tryggðu Dusty Academy og Fylkir Esports sér sæti í undanúrslitunum á morgun. Fyrri viðureignin hefst klukkan sex. Þá mætast Turboapes United og Kr LoL. Seinni viðureignin er klukkan níu þegar Tindastóll og NotWorry mætast. Undanúrslitin verða svo á morgun og úrslitin á sunnudagskvöldið. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan og á Twitch. Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv
Rafíþróttir Vodafone-deildin Leikjavísir Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn