Njótum nú góðs af góðum humlustofni sem fór í vetrardvala eftir blíðuna síðasta sumar Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 08:55 Erling Ólafsson skordýrafræðingur ræddi við Bítismenn í morgun. Náttúrufræðistofnun/Getty „Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum. Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum.
Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10