Líkti samherja sínum við Road Runner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 14:00 Alphonso Davies á sprettinum. getty/A. Hassenstein Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk. Þýski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk.
Þýski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó