Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 15:30 Håland fær hér aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum Dortmund sem taka enga áhættu og eru með grímur. Alexandre Simoes/Getty Images Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að kórónufaraldurinn skall á. Lokatölur 4-0 heimamönnum í Dortmund í vil. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund. Eftir frekar rólega byrjun var það að sjálfsögðu hinn ungi Erling Braut Håland sem braut ísinn fyrir heimamenn þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Raphael Guerreiro aukið forystu heimamanna og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum. Thorgan Hazard skoraði strax í upphafi síðari hálfleik og Guerreiro skoraði einkar snyrtilegt mark þegar rúmur klukkutími var liðinn. Leikmenn Dortmund fögnuðu mörkum sínum ekki eins og vani er en í stað faðmlaga þá fögnuðu menn með því að reka olnboga hvors annars saman. Celebrations in 2020. pic.twitter.com/F0nrltll6C— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 16, 2020 Lokatölur 4-0 en ungstirnið Jadon Sancho, sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United, byrjaði leikinn á varamannabekk Dortmund í dag. Dortmund er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, aðeins stigi á eftir Bayern Munich en síðarnefnda liðið á leik til góða. Íslendingalið Augsburg tapaði naumlega gegn Wolfsburg en gestirnir skoruðu í blálokin. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í liði Augsburg vegna meiðsla. Þá gerði Paderborn 07 maralaust jafntefli við Fortuna Düsseldorf á útivelli. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að kórónufaraldurinn skall á. Lokatölur 4-0 heimamönnum í Dortmund í vil. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund. Eftir frekar rólega byrjun var það að sjálfsögðu hinn ungi Erling Braut Håland sem braut ísinn fyrir heimamenn þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Raphael Guerreiro aukið forystu heimamanna og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum. Thorgan Hazard skoraði strax í upphafi síðari hálfleik og Guerreiro skoraði einkar snyrtilegt mark þegar rúmur klukkutími var liðinn. Leikmenn Dortmund fögnuðu mörkum sínum ekki eins og vani er en í stað faðmlaga þá fögnuðu menn með því að reka olnboga hvors annars saman. Celebrations in 2020. pic.twitter.com/F0nrltll6C— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 16, 2020 Lokatölur 4-0 en ungstirnið Jadon Sancho, sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United, byrjaði leikinn á varamannabekk Dortmund í dag. Dortmund er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, aðeins stigi á eftir Bayern Munich en síðarnefnda liðið á leik til góða. Íslendingalið Augsburg tapaði naumlega gegn Wolfsburg en gestirnir skoruðu í blálokin. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í liði Augsburg vegna meiðsla. Þá gerði Paderborn 07 maralaust jafntefli við Fortuna Düsseldorf á útivelli.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira