Eiður einn sá besti sem Svíar misstu af – „Óskiljanlegt að þeir tækju ekki við honum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 17:00 Eiður Smári Guðjohnsen varð meðal annars Englandsmeistari með Chelsea og Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona eftir að Örebro ákvað að veðja ekki á hann. VÍSIR/EPA Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira