Væntanlegur fjöldi ferðamanna ekki aðalmálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 16:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira