Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:10 Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur ritaði opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í morgun. Aðsend/Vísir/Vilhelm Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00
Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26