Asíski risageitungurinn gæti ekki náð fótfestu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:09 Á vef Vísindavefsins kemur fram að þernur þessarar geitungategundar geti verið 25-45 mm á lengd en drottningin getur verið allt að 55 mm löng. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira