Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:05 Þessa mynd birti Tómas Guðbjartsson, læknir, af sér í gær með mynd af fossinum Drynjanda sem er á því svæði þar sem reisa átti Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar. Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar.
Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira