Læknir og hjúkrunarfræðingur slá í gegn með tveggja metra tjútti í bráðaherberginu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 13:13 Valþór og Anna stíga dansinn í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið. Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið.
Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira