Dortmund tilkynnti í gær að félagið hafi skrifað undir samning við norska framherjann, Erling Braut Håland, til ársins 2024.
Norðmaðurinn hafði verið undir smásjá flestra stórliða Evrópu eftir vasklega framgöngu í Meistaradeild Evrópu á haustmánuðum með Red Bull Salzburg.
Dortmund hreppti þann norska og hann er nú þegar búinn að setja niður nokkra hluti sem hann vill ná með þeim gulklæddu frá Þýskalandi.
Learn German.
— SPORF (@Sporf) December 30, 2019
Score more goals.
Enjoy the yellow wall.
Win the derby.
Ask for the all-black shirt.
Erling Haaland already has a big to-do list at @BVB. pic.twitter.com/huTKptIsAc
Í kveðju Håland kemur fram að hann vilji haldi áfram að skora mörk, læra þýsku, njóta þess að spila fyrir framan gula múrinn, vinna grannaslaginn og biðja um svarta treyju.
Svarta treyjan er afmælistreyja Dortmund sem þeir léku í á dögunum en hún vakti það mikla athygli að hún seldist upp á nokkrum dögum.
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) December 29, 2019