Cristiano Ronaldo, stjarna Juventus og portúgalska landsliðsins, segir að hann hafi fundið á sér eftir sigur Portúgals á EM 2016.
Portúgal vann 1-0 sigur á heimamönnum, Frökkum, í úrslitaleiknum en Ronaldo fór meiddur af velli og þurfti að horfa á hluta leiksins af hliðarlínuni.
„Þetta var mikilvægasti bikarinn á mínum ferli,“ sagði þessi magnaði knattspyrnumaður í samtali við DAZN.
„Ég hló, grét og varð smá drukkinn. Ég þornaði upp ég grét svo mikið í leiknum.“
'I drank a glass of champagne and it went to my head'
— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2019
Cristiano Ronaldo says he felt TIPSY after a glass of champagne following Portugal's Euro 2016 triumph... because he was dehydrated after crying so muchhttps://t.co/UzYuH6r541
„Í lok leiksins, í fagnaðarlátunum, drakk ég eitt glas af kampavín og strax fór það inn í hausinn á mér.“
„Ég drekk aldrei en þetta var sérstakur dagur,“ bætti Ronaldo við.