ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2019 16:13 Auður Alfa, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, hefur safnað gögnum um verðhækkanir á gjaldskrám hjá ríki og borg. Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin. Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin.
Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent