Ull af feldfé er mjög vinsæl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2019 20:15 Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira