„Nánast engin umferð á götunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 17:30 Sjaldgæf sjón á Bústaðavegi á fimmta tímanum á virkum degi. Nánast engin umferð á háannatíma. vísir/vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira