Veðrið náð hámarki sínu á vestanverðu landinu en sprengilægðin þokast austur á land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:45 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira