Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:31 Þessi vörubíll er töluvert skemmdur eftir nóttina í Vestmannaeyjum. Mynd/Sigdór yngvi Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32