Eitt versta veður sem Eyjamenn muna eftir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 12:50 Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Tígull Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið að sögn lögreglunnar í Eyjum. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, sem getur verið mjög skæð í Eyjum með sínum hvössu vindstrengjum sem skella á bænum. Íbúar höfðu verið beðnir að fergja allt lauslegt og lýst hafði verið yfir óvissuástandi vegna veðurspárinnar.Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Miklar skemmdir urðu einnig á skemmu Vinnslustöðvarinnar en þar fléttist dúkklæðning af stálgrindarhúsi. Þá var Eiðinu lokað fyrir allri umferð í gærkvöldi enda lausamunir á ferðinni og aðstæður hættulegar. Mestar fokskemmdir urðu á húsum á Illugagötu. Þar fuku geymsluskúrar, þakklæðningar, girðingar og þakdúkar. Einnig urðu skemmdir á húsum á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og fleiri götum. Rúður brotnuðu er hlutir fuku í þær. Járnplötur og þakdúkar losnuðu af húsþökum og fánastangir brotnuðu. Sendibíll lagðist á hliðina í óveðrinu og smábátar voru nálægt því að sökkva. Hátt var í og læti innan hafnar. Margt annað lauslegt fauk. „Umhugsunarvert er hve víða illa er gengið frá ruslatunnum við hús en töluvert var um að þær væru á ferðinni í óveðrinu en mikil hætta er á að þær geti fokið í rúður og bíla og valdið tjóni,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Eyjum. Lögreglan þakkar Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf. „Það sannast enn og aftur hve öflugt lið við eigum í BV. Um 30 björgunarfélagsmenn, ásamt öðrum aðstoðarmönnum unnu sleitulaust frá því fyrir kvöldmat og fram á morgun við að aðstoða fólk en kallað var eftir aðstoð kranabíls og smiðs til að byrgja glugga og fergja hluti sem voru að fjúka.“ Er það mat lögreglu að fárviðri þetta sé eitt versta veður sem menn muni eftir í Vestmannaeyjum. Vindátt úr norðvestri sé Eyjamönnum afar erfið. „Engin slys urðu á fólki vegna veðursins sem er helst því að þakka að fólk hélt sig innandyra og þá voru félagar björgunarfélagsins vel búnir. Enn er bálhvasst í Eyjum og verður fram eftir degi.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið að sögn lögreglunnar í Eyjum. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, sem getur verið mjög skæð í Eyjum með sínum hvössu vindstrengjum sem skella á bænum. Íbúar höfðu verið beðnir að fergja allt lauslegt og lýst hafði verið yfir óvissuástandi vegna veðurspárinnar.Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Miklar skemmdir urðu einnig á skemmu Vinnslustöðvarinnar en þar fléttist dúkklæðning af stálgrindarhúsi. Þá var Eiðinu lokað fyrir allri umferð í gærkvöldi enda lausamunir á ferðinni og aðstæður hættulegar. Mestar fokskemmdir urðu á húsum á Illugagötu. Þar fuku geymsluskúrar, þakklæðningar, girðingar og þakdúkar. Einnig urðu skemmdir á húsum á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og fleiri götum. Rúður brotnuðu er hlutir fuku í þær. Járnplötur og þakdúkar losnuðu af húsþökum og fánastangir brotnuðu. Sendibíll lagðist á hliðina í óveðrinu og smábátar voru nálægt því að sökkva. Hátt var í og læti innan hafnar. Margt annað lauslegt fauk. „Umhugsunarvert er hve víða illa er gengið frá ruslatunnum við hús en töluvert var um að þær væru á ferðinni í óveðrinu en mikil hætta er á að þær geti fokið í rúður og bíla og valdið tjóni,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Eyjum. Lögreglan þakkar Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf. „Það sannast enn og aftur hve öflugt lið við eigum í BV. Um 30 björgunarfélagsmenn, ásamt öðrum aðstoðarmönnum unnu sleitulaust frá því fyrir kvöldmat og fram á morgun við að aðstoða fólk en kallað var eftir aðstoð kranabíls og smiðs til að byrgja glugga og fergja hluti sem voru að fjúka.“ Er það mat lögreglu að fárviðri þetta sé eitt versta veður sem menn muni eftir í Vestmannaeyjum. Vindátt úr norðvestri sé Eyjamönnum afar erfið. „Engin slys urðu á fólki vegna veðursins sem er helst því að þakka að fólk hélt sig innandyra og þá voru félagar björgunarfélagsins vel búnir. Enn er bálhvasst í Eyjum og verður fram eftir degi.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira