Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 11:53 Björgunarsveitarfólk hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi var við björgunarstörf norður í landi í gær. Instagram/Hjálparsveit skáta í Kópavogi „Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
„Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51