„Snýst auðvitað um líf fólks í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51