Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 22:11 Búið var að vera rafmagnslaust á svæðinu í hátt í þrjátíu klukkutíma þegar rafmagn kom aftur á um tíu í gærkvöldi. Samsett/Aðsend Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar. Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar.
Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent