Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 18:30 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Vísir/Egill Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði Landsnet hafa brugðist skyldum sínum gagnvart almenning við uppbyggingu á raforkuinnviðum. „Við höfum verið að segja þetta árum saman sjálf að við komumst ekki nógu hratt í að byggja upp innviðina. Ég tek því undir þessa gagnrýni. Það hefur verið hjá okkur fyrst og fremst tafir að fá leyfi, sérstaklega vegna framkvæmda sem eru umdeildar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Sauðárkrókslína er orðin 40 ára gömul og brást algjörlega í óveðrinu í liðinni viku. Sveitarstjórnin hafði barist í tíu ár fyrir úrbótum. „Það var fyrst og fremst að það tók langan tíma að klára aðalskipulagið hjá sveitarfélaginu. Við vorum fyrst og fremst að bíða eftir því. Við vorum búnir að fjármagna okkur og kaupa hluta búnaðarins. En þetta tafðist meira en við ætluðum.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí. Vilja nota jarðstrengi Landeigendur sem gagnrýndir eru fyrir að hleypa ekki innviðum í gegnum jörð sína hafa bent á að þeir myndu glaðir hleypa jarðstrengjum þar í gegn. Guðmundur segir Landsnet nýta jarðstrengi eins og kostur er. „Við notum mjög mikið jarðstrengi og allstaðar þar sem við komum því við samkvæmt þeim reglum sem við störfum eftir nýtum við jarðstrengi. Auðvitað eru jarðstrengir þess eðlis að þeir hafa líka umhverfisáhrif og eru kannski ekki alltaf kostur en mjög mörgum tilfellum góður kostur. Þegar við tölum um stóru flutningslínurnar, sem mest er deilt um, er ekki hægt að leggja þær allar í jörð. Ástæðan er tæknilegt mál, þá getum við ekki stjórnað spennunni og tryggt nægjanleg gæði til neytenda og því takmörkuð auðlind. Þegar við horfum til Norðurlands þá er kannski hægt að leggja 10 til 15 prósent af þessum stóru línum í jörð. Hvort það leysi mál, getur vel verið í sumum tilfellum en alveg örugglega ekki öllum.“ Nauðsynlegt að skapa sátt Hann segir nauðsynlegt að skapa sátt um framkvæmdir. „Ég held að það sé mikilvægast fyrir okkur að ná betri sátt um þessar framkvæmdir. Það er lykillinn að því að komast áfram. Í framhaldi af því þurfum við að huga að regluverkinu sem við erum að nota og hvort ekki sé hægt að gera það einfaldara og skilvirkara. Í því samhengi höfum við horft til annarra þjóða. Það eru aðrir sem hafa lent í sambærilegri stöðu. Þar er búið að breyta regluverkinu og taka þetta saman í eitt ferli í staðinn fyrir mörg. Þar koma þessir aðilar allir saman og komast að niðurstöðu og í framhaldi að því er veitt framkvæmdaleyfi.“ Spurður hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í strax til að koma í veg fyrir að svona aðstæður skapist aftur líkt og raunin varð í óveðrinu í liðinni viku svarar Guðmundur: „Við höfum lagt áherslu á að styrkja meginflutningskerfið fyrir norðan. Það eru þrjár línur sem við leggjum áherslu á. Það er Kröflulína 3, Hólasandslína 3 sem fer frá Kröflu inn á Akureyri og svo Blöndulínu 3. Þá erum við komnir með sterkt eyjakerfi fyrir norðan. Byggðalínan var að leysa út nokkrum sinnum á þessu svæði. Síðan horfum við á svæðisbundnu kerfin, þar sem skemmdirnar lentu núna. Þar þarf líka að ráðast í úrbætur. Það höfum við verið að gera hægt og bítandi með því að byggja spennustöðvar sem eru inni og óháðar veðrum. Og reyna að fjölga fæðileiðum til notenda. Ef önnur fæðing hefði verið inn á Dalvík þá hefði hugsanlega ekki verið straumleysi ef sú fæðilína hefði staðist veðrið.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði Landsnet hafa brugðist skyldum sínum gagnvart almenning við uppbyggingu á raforkuinnviðum. „Við höfum verið að segja þetta árum saman sjálf að við komumst ekki nógu hratt í að byggja upp innviðina. Ég tek því undir þessa gagnrýni. Það hefur verið hjá okkur fyrst og fremst tafir að fá leyfi, sérstaklega vegna framkvæmda sem eru umdeildar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Sauðárkrókslína er orðin 40 ára gömul og brást algjörlega í óveðrinu í liðinni viku. Sveitarstjórnin hafði barist í tíu ár fyrir úrbótum. „Það var fyrst og fremst að það tók langan tíma að klára aðalskipulagið hjá sveitarfélaginu. Við vorum fyrst og fremst að bíða eftir því. Við vorum búnir að fjármagna okkur og kaupa hluta búnaðarins. En þetta tafðist meira en við ætluðum.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí. Vilja nota jarðstrengi Landeigendur sem gagnrýndir eru fyrir að hleypa ekki innviðum í gegnum jörð sína hafa bent á að þeir myndu glaðir hleypa jarðstrengjum þar í gegn. Guðmundur segir Landsnet nýta jarðstrengi eins og kostur er. „Við notum mjög mikið jarðstrengi og allstaðar þar sem við komum því við samkvæmt þeim reglum sem við störfum eftir nýtum við jarðstrengi. Auðvitað eru jarðstrengir þess eðlis að þeir hafa líka umhverfisáhrif og eru kannski ekki alltaf kostur en mjög mörgum tilfellum góður kostur. Þegar við tölum um stóru flutningslínurnar, sem mest er deilt um, er ekki hægt að leggja þær allar í jörð. Ástæðan er tæknilegt mál, þá getum við ekki stjórnað spennunni og tryggt nægjanleg gæði til neytenda og því takmörkuð auðlind. Þegar við horfum til Norðurlands þá er kannski hægt að leggja 10 til 15 prósent af þessum stóru línum í jörð. Hvort það leysi mál, getur vel verið í sumum tilfellum en alveg örugglega ekki öllum.“ Nauðsynlegt að skapa sátt Hann segir nauðsynlegt að skapa sátt um framkvæmdir. „Ég held að það sé mikilvægast fyrir okkur að ná betri sátt um þessar framkvæmdir. Það er lykillinn að því að komast áfram. Í framhaldi af því þurfum við að huga að regluverkinu sem við erum að nota og hvort ekki sé hægt að gera það einfaldara og skilvirkara. Í því samhengi höfum við horft til annarra þjóða. Það eru aðrir sem hafa lent í sambærilegri stöðu. Þar er búið að breyta regluverkinu og taka þetta saman í eitt ferli í staðinn fyrir mörg. Þar koma þessir aðilar allir saman og komast að niðurstöðu og í framhaldi að því er veitt framkvæmdaleyfi.“ Spurður hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í strax til að koma í veg fyrir að svona aðstæður skapist aftur líkt og raunin varð í óveðrinu í liðinni viku svarar Guðmundur: „Við höfum lagt áherslu á að styrkja meginflutningskerfið fyrir norðan. Það eru þrjár línur sem við leggjum áherslu á. Það er Kröflulína 3, Hólasandslína 3 sem fer frá Kröflu inn á Akureyri og svo Blöndulínu 3. Þá erum við komnir með sterkt eyjakerfi fyrir norðan. Byggðalínan var að leysa út nokkrum sinnum á þessu svæði. Síðan horfum við á svæðisbundnu kerfin, þar sem skemmdirnar lentu núna. Þar þarf líka að ráðast í úrbætur. Það höfum við verið að gera hægt og bítandi með því að byggja spennustöðvar sem eru inni og óháðar veðrum. Og reyna að fjölga fæðileiðum til notenda. Ef önnur fæðing hefði verið inn á Dalvík þá hefði hugsanlega ekki verið straumleysi ef sú fæðilína hefði staðist veðrið.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent