Segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:16 Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur. Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur.
Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira