Segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:16 Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira