Vill útlendinga að borðinu í Brimi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:45 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira