Tabú, Einhverfusamtökin og „Fegurð í mannlegri sambúð“ fengu Múrbrjótinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. vísir/sigurjón Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi. Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi.
Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira