Tveggja þrepa hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 15:00 Í dag fer öll fráveita meira og minna óhreinsuð frá íbúum og fyrirtækjum á Selfossi beint út í Ölfusá. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert. Árborg Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert.
Árborg Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira