Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 07:00 Gular viðvaranir taka gildi á morgun í nær öllum landshlutum. Þá er vindaspáin annað kvöld nokkuð ófrýnileg, líkt og sést á myndinni. Skjáskot/veðurstofa íslands Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34