Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. desember 2019 11:19 Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt. Veðurstofa íslands Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00