Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 16:29 Það er kuldalegt innan sem utan veggja Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni. Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni.
Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira