Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2019 22:30 Guðmundur G. Þórarinsson við Laugardalshöll í dag. Hann var forseti Skáksambands Íslands árið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið fór fram. Minningarskjöld um atburðinn má sjá á súlunni fyrir aftan. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London, um atburði sem gerðust í Reykjavík fyrir nærri hálfri öld. Athygli vekur að tveir Íslendingar, þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Sæmi rokk, eru leiknar persónur í leikritinu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kynningarspjald fyrir leikritið. Þeir Ronan Raftery og Robert Emms leika Spasskí og Fischer.Mynd/Hampstead-leikhúsið. Verkinu er lýst sem sálfræðitrylli byggðum á raunverulegum atburðum þegar augu heimsins beindust að Reykjavík sumarið 1972. Og það var ekki bara allt undir hjá þeim Boris Spasskí og Bobby Fischer heldur tókust á stórveldin tvö í kalda stríðinu, sem sáu einvígið sem vettvang til að sýna fram á hugmyndafræðilega yfirburði. Persónur og leikendur. Nöfn Íslendinganna eru rituð með íslenskum stöfum í leikskránni.Myndir/Hampstead-leikhúsið. Leikritið ber heitið Ravens: Spassky vs. Fischer og var frumsýnt þann 28. nóvember í Hampstead-leikhúsinu. Höfundurinn er Tom Morton-Smith sem skóp sér nafn fyrir leikrit sitt um Oppenheimer, föður kjarnorkusprengjunnar. Aðalpersónur leikritsins eru auðvitað Spasskí og Fischer, leiknir af þeim Ronan Raftery og Robert Emms, sem margir kannast við úr bíómyndum eins Jurassic World og Spielberg-myndinni War Horse. Athygli vekur að tvær íslenskar persónur eru í verkinu. Forseta Skáksambands Íslands, Guðmund G. Þórarinsson, leikur Gunnar Cauthery. Gunnar á íslenska móður en hans fyrsta kvikmyndahlutverk var í Benjamín dúfu. Einkalífvörð Fischers, Sæmund Pálsson, Sæma rokk, leikur Gary Shelford. Við Laugardalshöllina þar sem heimsmeistaraeinvígið fór fram spurðum við Guðmund hvort hann hafi vitað um að hann væri orðin persóna í leikriti í London: „Ja, það var einhver sem hringdi í mig. Ég hélt að þetta væri grín. En það getur ekki verið að ég sé merkileg persóna þarna.“ -En þér var ekki boðið á frumsýninguna? „Nei, nei. En þetta sýnir hvað þetta einvígi endalaust vekur áhuga manna,“ svarar Guðmundur. Sæmi Rokk við taflborðið, en hann var lífvörður Fischers meðan á einvíginu stóð og síðar góðvinur stórmeistarans.Vísir/teitur „Núna eru þetta bráðum fimmtíu ár. Fischer deyr 2008. Og samt eru menn enn að koma og sjónvarpsstöðvar að fá viðræður um hann og einvígið náttúrlega. Spassky er kominn í hjólastól, fékk heilablóðfall og býr í Moskvu núna,“ segir Guðmundur. Meðan leikhús Lundúna eru innblásin af skákeinvíginu, - svo var einnig um söngleikinn Chess, - er lítill sköldur á vegg það eina við Laugardalshöll sem minnir á þennan heimsviðburð. Guðmundi skilst þó að menntamálaráðherra sé að undirbúa minnismerki. „Sem yrði þá einhversstaðar hérna. En svona minnismerki ætti að vera óður til skáklistarinnar,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Bobby Fischer Leikhús Menning Skák Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto Hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi í fyrra. 22. júlí 2014 19:30 Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu úr myndinni um Bobby Fischer Ný stikla úr myndinni Pawn Sacrifice eða Peðsfórnin er komin út en myndin fjallar um Bobby Fischer og einvígið mikla við Boris Spasski, sem fram fór árið 1972 í Laugardalshöll. 28. maí 2015 11:30 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40 Spassky liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Moskvu Skákmeistarinn Boris Spassky, sem er orðinn 73 ára, liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hann fékk heilablóðfall um helgina. 24. september 2010 07:25 Sæmi Rokk fær að heita Sæmi Rokk Leikarinn, dansarinn, lífvörðurinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn Sæmundur Pálsson, betur þekktur sem Sæmi Rokk - fær framvegis að heita Sæmi Rokk. 26. júlí 2018 06:58 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London, um atburði sem gerðust í Reykjavík fyrir nærri hálfri öld. Athygli vekur að tveir Íslendingar, þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Sæmi rokk, eru leiknar persónur í leikritinu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kynningarspjald fyrir leikritið. Þeir Ronan Raftery og Robert Emms leika Spasskí og Fischer.Mynd/Hampstead-leikhúsið. Verkinu er lýst sem sálfræðitrylli byggðum á raunverulegum atburðum þegar augu heimsins beindust að Reykjavík sumarið 1972. Og það var ekki bara allt undir hjá þeim Boris Spasskí og Bobby Fischer heldur tókust á stórveldin tvö í kalda stríðinu, sem sáu einvígið sem vettvang til að sýna fram á hugmyndafræðilega yfirburði. Persónur og leikendur. Nöfn Íslendinganna eru rituð með íslenskum stöfum í leikskránni.Myndir/Hampstead-leikhúsið. Leikritið ber heitið Ravens: Spassky vs. Fischer og var frumsýnt þann 28. nóvember í Hampstead-leikhúsinu. Höfundurinn er Tom Morton-Smith sem skóp sér nafn fyrir leikrit sitt um Oppenheimer, föður kjarnorkusprengjunnar. Aðalpersónur leikritsins eru auðvitað Spasskí og Fischer, leiknir af þeim Ronan Raftery og Robert Emms, sem margir kannast við úr bíómyndum eins Jurassic World og Spielberg-myndinni War Horse. Athygli vekur að tvær íslenskar persónur eru í verkinu. Forseta Skáksambands Íslands, Guðmund G. Þórarinsson, leikur Gunnar Cauthery. Gunnar á íslenska móður en hans fyrsta kvikmyndahlutverk var í Benjamín dúfu. Einkalífvörð Fischers, Sæmund Pálsson, Sæma rokk, leikur Gary Shelford. Við Laugardalshöllina þar sem heimsmeistaraeinvígið fór fram spurðum við Guðmund hvort hann hafi vitað um að hann væri orðin persóna í leikriti í London: „Ja, það var einhver sem hringdi í mig. Ég hélt að þetta væri grín. En það getur ekki verið að ég sé merkileg persóna þarna.“ -En þér var ekki boðið á frumsýninguna? „Nei, nei. En þetta sýnir hvað þetta einvígi endalaust vekur áhuga manna,“ svarar Guðmundur. Sæmi Rokk við taflborðið, en hann var lífvörður Fischers meðan á einvíginu stóð og síðar góðvinur stórmeistarans.Vísir/teitur „Núna eru þetta bráðum fimmtíu ár. Fischer deyr 2008. Og samt eru menn enn að koma og sjónvarpsstöðvar að fá viðræður um hann og einvígið náttúrlega. Spassky er kominn í hjólastól, fékk heilablóðfall og býr í Moskvu núna,“ segir Guðmundur. Meðan leikhús Lundúna eru innblásin af skákeinvíginu, - svo var einnig um söngleikinn Chess, - er lítill sköldur á vegg það eina við Laugardalshöll sem minnir á þennan heimsviðburð. Guðmundi skilst þó að menntamálaráðherra sé að undirbúa minnismerki. „Sem yrði þá einhversstaðar hérna. En svona minnismerki ætti að vera óður til skáklistarinnar,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Bobby Fischer Leikhús Menning Skák Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto Hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi í fyrra. 22. júlí 2014 19:30 Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu úr myndinni um Bobby Fischer Ný stikla úr myndinni Pawn Sacrifice eða Peðsfórnin er komin út en myndin fjallar um Bobby Fischer og einvígið mikla við Boris Spasski, sem fram fór árið 1972 í Laugardalshöll. 28. maí 2015 11:30 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40 Spassky liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Moskvu Skákmeistarinn Boris Spassky, sem er orðinn 73 ára, liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hann fékk heilablóðfall um helgina. 24. september 2010 07:25 Sæmi Rokk fær að heita Sæmi Rokk Leikarinn, dansarinn, lífvörðurinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn Sæmundur Pálsson, betur þekktur sem Sæmi Rokk - fær framvegis að heita Sæmi Rokk. 26. júlí 2018 06:58 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto Hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi í fyrra. 22. júlí 2014 19:30
Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00
Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu úr myndinni um Bobby Fischer Ný stikla úr myndinni Pawn Sacrifice eða Peðsfórnin er komin út en myndin fjallar um Bobby Fischer og einvígið mikla við Boris Spasski, sem fram fór árið 1972 í Laugardalshöll. 28. maí 2015 11:30
Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40
Spassky liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Moskvu Skákmeistarinn Boris Spassky, sem er orðinn 73 ára, liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hann fékk heilablóðfall um helgina. 24. september 2010 07:25
Sæmi Rokk fær að heita Sæmi Rokk Leikarinn, dansarinn, lífvörðurinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn Sæmundur Pálsson, betur þekktur sem Sæmi Rokk - fær framvegis að heita Sæmi Rokk. 26. júlí 2018 06:58