Hörður var í hjarta varnar CSKA Moskvu í vikunni þar sem hann er fastamaður. CSKA vann 1-0 sigur á Krylia um helgina.
Frammistaða Harðar í leiknum vann honum inn sæti í liði vikunnar í vali rússnesku úrvalsdeildarinnar og er þetta í fjórða sinn sem hann hefur verið valinn í liðið á tímabilinu.
CSKA er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Zenit sem er eina liðið sem hefur fengið færri mörk á sig í deildinni.
Team of the Week 17 according to InStat Index#RPLpic.twitter.com/UgaXowlURG
— Russian Premier Liga (@premierliga_en) November 25, 2019