Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 19:33 Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira