„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent