Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 15:30 Sigríður Andersen ræddi málin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna. Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna.
Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira