Fyrirliði Shakhtar rekinn út af fyrir að bregðast við rasisma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2019 10:30 Taison varð fyrir barðinu á kynþáttaníði í gær. vísir/getty Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu. Fótbolti Úkraína Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu.
Fótbolti Úkraína Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira