„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2019 14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21