Langar að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 06:23 Fegurðardrottningin Hugrún Birta Egilsdóttir segir að glíman sem hún æfir byggi á líkamlegri tækni og þjálfun hugans. Mynd/Kévin Pagès „Ég fann mig snemma sterka í íþróttum og hef lagt stund á þær frá unga aldri,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún keppti sem Miss Garðabær í keppninni Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019 og verður því fulltrúi okkar í þessari alþjóðlegu keppni. „Ég byrjaði í fimleikum og frjálsum íþróttum sem ég æfði í mörg ár og seinna meir kynntist ég brasilískri glímu sem ég æfi í dag í Mjölni. Sú íþrótt er samspil hugar og líkama og byggir á líkamlegri tækni og þjálfun hugans.“ Hugrún Birta er í námi og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara samhliða náminu en hún segist stefna á að útskrifast með gráðu í markaðsfræði. „Eftir að ég hlaut titilinn í sumar hófst undirbúningur fyrir stóru keppnina Miss Supranational sem haldin verður í Katowice í Póllandi þann 6. desember næstkomandi.“ Hugrún Birta ætlar að leggja áherslu á að vinna með sjálfsstyrkingu og sjálfsvitund ungra stúlkna. Hugrún Birta flaug út í gær og er nú í undirbúningstímabili ásamt öllum hinum keppendunum. Hún segist spennt og stolt að fá að klæðast búning í keppninni sem kynni hennar land. „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti.“ Heilbrigður einstaklingur sem kemur vel fram „Keppnin er sett upp þannig að við stúlkurnar erum úti í þriggja vikna undirbúnings tímabili sem lýkur svo með lokakvöldi. Undirbúnings tímabilið einkennist af skoðunarferðum, myndatökum, viðtölum og þjálfun í að koma fram. Á lokakvöldinu sjálfu komum við svo fram á baðfötum og í síðkjólum þar sem efstu stelpurnar fá spurningar á sviðinu sem svara þarf innan ákveðins tímaramma.“ Hugrún Birta segir að verið sé að leita að einstaklingi sem talin er fær til að starfa og vera ímynd titilhafa keppninnar. „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“ Fjölskyldan ómetanlegur stuðningur Í ár fer fram netkosning í keppninni og vonar Hugrún Birta að Íslendingar styðji við sína konu. „Netkosningin fer fram í appi sem náð er í og þar er hægt að gefa sinni stúlku sitt atkvæði. Appið heitir MissSupranational og kostar ekkert né heldur atkvæðið sem greitt er sinni stúlku. Sú stúlka er hlýtur flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“ Hugrún Birta segir að ferlið framundan leggist vel í sig og er full tilhlökkunar. „Ég kem úr stórri og samheldinni fjölskyldu og er yngst fimm alsystkina. Fjölskyldan mín hefur sýnt mér ómetanlegan stuðning og kemur út að horfa á lokakvöldið.“ Hugrún Birta segir að með því að fá titilinn Miss Supranational Iceland hafi hún fengið ákveðinn vettvang eða stökkpall sem hjálpi sér í átt að settum markmiðum. „Mig hafði lengi langað til að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar. Það gladdi mig mest að fá aukinn meðbyr hvað það varðar auk þess sem ég náði þeim markmiðum að sigra sjálfan mig með árangri mínum á lokakvöldinu. Ég hef ekki upplifað þetta ferli eða þetta starf sem erfitt eða leiðinlegt á neinn hátt. Að sjálfsögðu eru verkefnin mismikið krefjandi en ég reyni að tileinka mér að mæta þeim með jákvæðu viðmóti.“ Helgarviðtal Miss Universe Iceland Viðtal Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég fann mig snemma sterka í íþróttum og hef lagt stund á þær frá unga aldri,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún keppti sem Miss Garðabær í keppninni Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019 og verður því fulltrúi okkar í þessari alþjóðlegu keppni. „Ég byrjaði í fimleikum og frjálsum íþróttum sem ég æfði í mörg ár og seinna meir kynntist ég brasilískri glímu sem ég æfi í dag í Mjölni. Sú íþrótt er samspil hugar og líkama og byggir á líkamlegri tækni og þjálfun hugans.“ Hugrún Birta er í námi og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara samhliða náminu en hún segist stefna á að útskrifast með gráðu í markaðsfræði. „Eftir að ég hlaut titilinn í sumar hófst undirbúningur fyrir stóru keppnina Miss Supranational sem haldin verður í Katowice í Póllandi þann 6. desember næstkomandi.“ Hugrún Birta ætlar að leggja áherslu á að vinna með sjálfsstyrkingu og sjálfsvitund ungra stúlkna. Hugrún Birta flaug út í gær og er nú í undirbúningstímabili ásamt öllum hinum keppendunum. Hún segist spennt og stolt að fá að klæðast búning í keppninni sem kynni hennar land. „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti.“ Heilbrigður einstaklingur sem kemur vel fram „Keppnin er sett upp þannig að við stúlkurnar erum úti í þriggja vikna undirbúnings tímabili sem lýkur svo með lokakvöldi. Undirbúnings tímabilið einkennist af skoðunarferðum, myndatökum, viðtölum og þjálfun í að koma fram. Á lokakvöldinu sjálfu komum við svo fram á baðfötum og í síðkjólum þar sem efstu stelpurnar fá spurningar á sviðinu sem svara þarf innan ákveðins tímaramma.“ Hugrún Birta segir að verið sé að leita að einstaklingi sem talin er fær til að starfa og vera ímynd titilhafa keppninnar. „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“ Fjölskyldan ómetanlegur stuðningur Í ár fer fram netkosning í keppninni og vonar Hugrún Birta að Íslendingar styðji við sína konu. „Netkosningin fer fram í appi sem náð er í og þar er hægt að gefa sinni stúlku sitt atkvæði. Appið heitir MissSupranational og kostar ekkert né heldur atkvæðið sem greitt er sinni stúlku. Sú stúlka er hlýtur flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“ Hugrún Birta segir að ferlið framundan leggist vel í sig og er full tilhlökkunar. „Ég kem úr stórri og samheldinni fjölskyldu og er yngst fimm alsystkina. Fjölskyldan mín hefur sýnt mér ómetanlegan stuðning og kemur út að horfa á lokakvöldið.“ Hugrún Birta segir að með því að fá titilinn Miss Supranational Iceland hafi hún fengið ákveðinn vettvang eða stökkpall sem hjálpi sér í átt að settum markmiðum. „Mig hafði lengi langað til að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar. Það gladdi mig mest að fá aukinn meðbyr hvað það varðar auk þess sem ég náði þeim markmiðum að sigra sjálfan mig með árangri mínum á lokakvöldinu. Ég hef ekki upplifað þetta ferli eða þetta starf sem erfitt eða leiðinlegt á neinn hátt. Að sjálfsögðu eru verkefnin mismikið krefjandi en ég reyni að tileinka mér að mæta þeim með jákvæðu viðmóti.“
Helgarviðtal Miss Universe Iceland Viðtal Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30
Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00