Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira