Fótbolti

Kolbeinn í byrjunarliði AIK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn í leik með AIK.
Kolbeinn í leik með AIK. vísir/getty
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn fyrr í vikunni er Kolbeinn Sigþórsson í leikmannahópi AIK sem mætir Sundsvall í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.



Í gær var greint frá því að Kolbeinn hafi verið handtekinn vegna óláta á skemmtistað aðfaranótt fimmtudags. Hann á að hafa lent í ryskingum við dyravörð og veitt mótþróa við handtöku.

Forseti AIK sagði í samtali við Expressen að hegðun Kolbeins hefði gengið gegn grunngildum félagsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur AIK farið yfir mál Kolbeins og komist að því að hann væri ekki sökudólgur í látunum. Þjálfari liðsins hafi því ákveðið að refsa honum ekki.

AIK er í 4. sæti sænsku deildarinnar. Liðið á ekki lengur möguleika á að verða meistari. Djurgården, Malmö og Hammarby berjast um meistaratitilinn. Leikirnir í lokaumferðinni hefjast allir klukkan 12:00.

Uppfært 10:55

Kolbeinn er í byrjunarliði AIK gegn Sundsvall.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×