Fótbolti

Wenger kemur til greina hjá Bayern

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Franski hugsuðurinn
Franski hugsuðurinn vísir/getty
Arsenal goðsögnin Arsene Wenger er einn fjögurra sem kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern Munchen ef marka má heimildir Guardian.

Franski hugsuðurinn hefur ekkert þjálfað síðan hann kvaddi Arsenal vorið 2018 eftir 26 ára veru hjá Lundúnarliðinu.

Hann er þó ekki fyrsti kostur í Bæjaralandi samkvæmt Guardian því forráðamenn þýska liðsins vonast til þess að fá Ralf Rangnick til að rífa þjálfaramöppuna fram að nýju en hann starfar nú sem ráðgjafi hjá Red Bull samsteypunni eftir að hafa þjálfað Red Bull Leipzig í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð.

Erik ten Hag, stjóri Ajax, var sömuleiðis á blaði hjá Bayern en hann hefur gefið út að hann muni ekki yfirgefa hollenska félagið í bráð.

Þá er ótalinn Max Allegri en talið er að vanhæfni hans í þýska tungumálinu valdi forráðamönnum Bayern hugarangri.


Tengdar fréttir

Kovac rekinn frá Bayern

Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×