Viðsnúningur í umsóknum útlendinga um vernd á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 19:00 Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira