Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2019 16:21 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira