Borgi sig að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Smár McCarthy, þingmaður Pírata og formaður framtíðarnefndar. Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira