Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 17:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín. Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín.
Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira