Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 15:58 Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra tæplega ellefu hundruð reglugerða sem nú hafa verið felldar úr gildi. Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott
Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira