Íslensku landsliðsmennirnir mætast í kvöld í einum af „úrslitaleikjunum“ um sænska titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 15:30 Arnór Ingvi Traustason í fyrri leik liðanna í lok júní. Getty/ Michael Campanella Íslendingaslagur Malmö og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er einn af úrslitaleikjum tímabilsins. Með sigri geta bæði lið komist á toppinn fyrir lokaumferðina. Spennan á toppi Allsvenskan í ár er mjög mikil enda geta ennþá fjögur félög unnið titilinn. Þetta er því mjög mikilvægt kvöld fyrir íslensku landsliðsmennina Arnór Ingva Traustason og Kolbein Sigþórsson. Lið þeirra mætast þá í næstsíðustu umferð sænsku deildarinnar en þau eru bæði með 59 stig og eru aðeins þremur stigum frá toppsætinu. Meistaravonir beggja liða gætu dáið með tapi því Djurgården spilar á sama tíma og getur komist upp í 65 stig með sigri á Örebro. Jafntefli eða tap hjá Malmö eða AIK myndi þá þýða að það lið ætti engan möguleika í lokaumferðinni.Oscar Lewicki redo för toppmatch! "Det är en final, så är det bara"https://t.co/TdVLFmewqJ — Malmö FF (@Malmo_FF) October 27, 2019 Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru á heimavelli og þurfa nauðsynlega að bæta fyrir tap á móti Hammarby í síðasta leik. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína. Malmö er reyndar með mun betri markatölu en AIK og er því í betri málum með sigri. Liðin mættust í júní og gerðu þá markalaust jafntefli. Arnór Ingvi spilaði þá allan leikinn en Kolbeinn kom inná sem varamaður. Hammarby er við hlið Djurgården á toppnum með 62 stig en Hammarby vann sinn leik í umferðinni um helgina. Það er ekki að auðvelda Malmö lífið að liðið er á fullu í Evrópudeildinni þar sem liðið vann svissneska liðið vann Lugano á fimmtudaginn var. Lokaumferð sænsku deildarinnar fer síðan fram á laugardaginn kemur. Þar mætir Malmö liði Örebro á heimavelli en AIK fær GIF Sundsvall í heimsókn. Örebro er í 9. sæti en Sundsvall er í næstneðsta sæti. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Íslendingaslagur Malmö og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er einn af úrslitaleikjum tímabilsins. Með sigri geta bæði lið komist á toppinn fyrir lokaumferðina. Spennan á toppi Allsvenskan í ár er mjög mikil enda geta ennþá fjögur félög unnið titilinn. Þetta er því mjög mikilvægt kvöld fyrir íslensku landsliðsmennina Arnór Ingva Traustason og Kolbein Sigþórsson. Lið þeirra mætast þá í næstsíðustu umferð sænsku deildarinnar en þau eru bæði með 59 stig og eru aðeins þremur stigum frá toppsætinu. Meistaravonir beggja liða gætu dáið með tapi því Djurgården spilar á sama tíma og getur komist upp í 65 stig með sigri á Örebro. Jafntefli eða tap hjá Malmö eða AIK myndi þá þýða að það lið ætti engan möguleika í lokaumferðinni.Oscar Lewicki redo för toppmatch! "Det är en final, så är det bara"https://t.co/TdVLFmewqJ — Malmö FF (@Malmo_FF) October 27, 2019 Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru á heimavelli og þurfa nauðsynlega að bæta fyrir tap á móti Hammarby í síðasta leik. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína. Malmö er reyndar með mun betri markatölu en AIK og er því í betri málum með sigri. Liðin mættust í júní og gerðu þá markalaust jafntefli. Arnór Ingvi spilaði þá allan leikinn en Kolbeinn kom inná sem varamaður. Hammarby er við hlið Djurgården á toppnum með 62 stig en Hammarby vann sinn leik í umferðinni um helgina. Það er ekki að auðvelda Malmö lífið að liðið er á fullu í Evrópudeildinni þar sem liðið vann svissneska liðið vann Lugano á fimmtudaginn var. Lokaumferð sænsku deildarinnar fer síðan fram á laugardaginn kemur. Þar mætir Malmö liði Örebro á heimavelli en AIK fær GIF Sundsvall í heimsókn. Örebro er í 9. sæti en Sundsvall er í næstneðsta sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira