Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:08 Frá samningafundi í morgun. Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira