„Hún lét ekki staðar numið þar heldur ákvað einnig að bjóða upp áritaða treyju eiginmanns síns, Gylfa Sigurðssonar fótboltakappa, og bæta við upphæðina,“ segir í frétt á vef Ljóssins. Það er óhætt að segja að það hafi gengið vel.
„Leit hún við á Langholtsveginum, fékk að kynnast starfi Ljóssins og afhenti Ernu Magnúsdóttur formlega 600 þúsund krónur sem safnast höfðu.“

„Við segjum það oft í Ljósinu að við séum umkringd dásamlegu fólki sem geri það að verkum að endurhæfingarstarfið blómstri líkt og það gerir. Alexandra Helga er ein af þeim,“ segir í fréttinni.
„Það er búið að taka ákvörðun um að fjárhæðinni verður varið í að nýta krafta fjölskyldufræðingsins sem starfar hjá okkur betur og auka þannig þjónustu fyrir fjölskyldur. bæta viðtöl við fjölskyldur,“ segir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir í samtali við Vísi.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Nánar má lesa um Ljósið HÉR.