120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2019 19:15 Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira