Fótbolti

Varamarkvörðurinn sagði Hannesi að slaka á og fá sér bjór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson var atvinnumaður í mörg ár. Hér er hann í búningi Sandnes Ulf í Noregi.
Hannes Þ. Sigurðsson var atvinnumaður í mörg ár. Hér er hann í búningi Sandnes Ulf í Noregi. mynd/heimasíða sandnes ulf
Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum leikmaður FH og atvinnumaður til margra ára, starfar nú sem þjálfari FC Deisenhofen í Þýskalandi og hefur staðið sig vel.

Liðið spilar í Bayernliga Süd sem er í fimmta þrepi deildarskipulagsins í þýsku knattspyrnunni. Þar er liðið í fimmta sæti eftir góðan 3-1 sigur á grannliði sínu SV Pullach á fimmtudag.

Hannes missti þó af leiknum þar sem hann var á leið til Íslands á þjálfaranámskeið.

„Hannes hringdi tíu sinnum í mig á meðan leiknum stóð,“ sagði meðþjálfarinn Thomas Werth í samtali við staðarblaðið Merkur.

Werth gafst á endanum upp á rétti varamarkverðinum Sandro Volz símann þegar Hannes hringdi enn einu sinni.

„Eftir að við komumst í 3-0 sagði hann honum að slaka á og fá sér einn bjór,“ sagði Werth enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×